Clinton dregur sig í hlé

Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður í New York, undirbýr að lýsa formlega yfir stuðningi við keppinaut sinn Barack Obama, öldungadeildarþingmann frá Illinois, á morgun.  Kosningaskrifstofa hennar hefur staðfest að á morgun muni Clinton hætta kosningaherferð sinni með formlegum hætti í National Building safninu í Washington borg. Þar með lýkur kosningabaráttu hennar um að verða forsetaefni demókrataflokksins í forsetakosningum í vetur.

Búist er við að Clinton ávarpi starfsmenn kosningaherferðar sinnar í kvöld og þakki þeim samstarfið og stuðninginn síðastliðna 16 mánuði. 

Obama og Clinton funduðu í Washington í gærkvöldi og sagði talsmaður Obama að þau hefðu rætt um leiðir til að sameina framboð sín fyrir Demókrataflokkinn og sameina flokkinn.  Í gær ítrekaði Clinton að hún sæktist ekki eftir því að verða varaforsetaefni Obama.

Hillary Clinton, öldungardeildarþingmaður í New York.
Hillary Clinton, öldungardeildarþingmaður í New York. Reuetrs
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert