Vörubílstjórar á Spáni mótmæla

Atvinnubílstjórar á Spáni mótmæltu hækkandi olíuverði í dag og efndu til verkfalls, um óákveðinn tíma.  Antonio Llano, talsmaður samtaka vörubílstjóra hafði ekki tölu á því hversu margir bílstjórar tóku þátt en sagði að markmiðið væri að safna saman 300.000 bílstjórum í allsherjarverkfall. 

Önnur samtök, Fenadismer, hafa lýst því yfir að 70.000 vörubílstjórar muni fari í verkfall á mánudaginn kemur.  Um það bil 380.000 vörubílar eru í landinu.

Takmark mótmælenda er að beita frekari þrýstingi á stjórnvöld í landinu, en fiskimenn fóru í allsherjarverkfall fyrir viku síðan.      

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert