Clinton lýsir yfir stuðningi við Obama

Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður í New York, hefur formlega lýst yfir stuðningi við Barack Obama, sem frambjóðanda demókrata í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember.  Sögulegri kosningabaráttu Clintons er því lokið. 

Í ræðu sinni á National Building safninu í Washington í dag óskaði Clinton Obama til hamingju með sigurinn og hvatti hún alla demókrata til þess að vinna saman að því að Barack Obama verði kosinn næsti forseti Bandaríkjanna.

Hillary og Bill Clinton, ásamt dóttur þeirra Chelsea, og móður …
Hillary og Bill Clinton, ásamt dóttur þeirra Chelsea, og móður Hillary, Dorothy Rodham, fyrir ræðu Clintons í Washington í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka