Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður í New York, hefur formlega lýst yfir stuðningi við Barack Obama, sem frambjóðanda demókrata í forsetakosningum í Bandaríkjunum í nóvember. Sögulegri kosningabaráttu Clintons er því lokið.
Í ræðu sinni á National Building safninu í Washington í dag óskaði Clinton Obama til hamingju með sigurinn og hvatti hún alla demókrata til þess að vinna saman að því að Barack Obama verði kosinn næsti forseti Bandaríkjanna.