Fimm létust í tveim bílsprengjuárásum í Bagdad

Tvær bílasprengjur sprungu í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag og létu að minnsta kosti fimm manns lífið og tuttugu særðust.

Önnur sprengjan sprakk nærri bensínstöð á fjölfarinni bensínstöð í borginni og létu þar þrír óbreyttir borgarar lífið og 15 særðust, þar af tveir lögreglumenn.  Nokkru áður framdi maður sjálfsvígsárás í Al-Yarmuk hverfinu, þegar hann sprengdi bíl sinn upp við hlið lögreglubíls.  Tveir létust og sex óbreyttir borgarar særðust, að sögn lögreglu.

Frá götum Bagdad.
Frá götum Bagdad. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert