Vatn flæðir úr stöðuvatni í Kína

Kínverskir hermenn hafa byrjað að losa um vatn í stöðuvatni sem myndaðist í Tangjiashan, í Sichuan héraði eftir jarðskjálftann mikla sem reið yfir landið 12. maí.  Vatn hóf að flæða í morgun í gegnum stíflu sem byggð var til þess í kringum vatnið. 
Kínverska fréttastofan Xinhua hefur eftir yfirmanni herdeildar í héraðinu að enn þörf á neyðaraðgerðum en ekki er hætta á að stíflan bresti.

Meira en 250.000 manns hafa þegar rýmt svæðið og flutt sig yfir á hærra landsvæði.   Meira en 30stöðuvötn mynduðust í kjölfar skjálftans

Vatn hóf að flæða úr stöðuvatni sem myndasðist í Sichuan …
Vatn hóf að flæða úr stöðuvatni sem myndasðist í Sichuan héraði eftir skjálftann. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert