Tveir látnir í Grikklandi

Tugir íbúa Patras söfnuðust saman á aðaltorgi borgarinnar eftir að …
Tugir íbúa Patras söfnuðust saman á aðaltorgi borgarinnar eftir að jarðkjálftinn reið yfir. AP

Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Pelópsskaga á Grikklandi í dag og vitað er um tvo tugi slasaðra. Skjálftinn, sem var 6,5 á Richter að sögn grískra vísindamanna, stóð yfir í um það bil 60 sekúndur og er einn harðasti skjálfti sem orðið hefur í Grikklandi nútímans.

Sextugur karlmaður lést þegar þak á heimili hans hrundi ofan á hann og áttræð kona lést úr hjartaslagi eftir að skjálftinn reið yfir þorpið þar sem hún býr.

Sérfræðingar hafa varið við eftirskjálftum þar sem upptök skjálftans voru ekki á miklu dýpi.

Viðmælandi breska ríkisútvarpsins, BBC, á staðnum sagði skjálftann hafa staðið í um það bil 60 sekúndur.

Upptök skjálftans voru um 205 km frá Aþenu og fannst hann víða.

Mikil jarðskjálftavirkni er í Grikklandi og þar verður um helmingur þeirra jarðskjálfta, sem mælast á meginlandi Evrópu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert