Frjálsar kosningar sagðar ómögulegar í Zimbabve

Mann­rétt­inda­sam­tök­in Hum­an Rights Watch hafa lýst því yfir að „of­beld­is­her­ferð yf­ir­valda í Zimba­bve” hafi gert það að verk­um að ómögu­legt sé að frjáls­ar og óháðar kosn­ing­ar fari fram í land­inu. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.  

Sam­tök­in, sem hafa höfuðstöðvar í New York, segj­ast einnig hafa und­ir hönd­um sterk­ar vís­bend­ing­ar um að emb­ætt­is­menn á veg­um Roberts Muga­be, for­seta lands­ins, hafi staðið á bak við þá of­beld­is­her­ferð sem fram hafi farið gegn for­svars­mönn­um og yf­ir­lýst­um stuðnings­mönn­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar í land­inu. 

Í nýrri skýrslu sam­tak­anna að of­beld­is­verk­um gegn sam­herj­um og stuðnings­mönn­um Morg­an Tsvangirai, for­setafram­bjóðanda stjórn­ar­and­stöðunn­ar í land­inu hafi fjölgað mjög  eft­ir að ákveðið var að efna til annarr­ar um­ferðar for­seta­kosn­inga á milli þeirra þann 27. júní.  

„Íbúar Zimba­bve hafa ekki frelsi til að greiða at­kvæði sam­kvæmt sann­fær­ingu sinni eigi þeir á hættu að það kosti þá lífið,” seg­ir Geor­gette Gagnon, yf­ir­maður Afr­íku­deild­ar Hum­an Rights Watch.  Í skýrsl­unni er m.a. greint  frá staðhæf­ing­um þess efn­is að Zanu-PF flokk­ur Muga­be hafi rekið pynt­ing­ar­búðir og fjallað um 36 dauðsföll, sem rak­in eru til póli­tísks of­beld­is. Þá eru sjö­tíu fórn­ar­lömb og vitni að slík­um of­beld­is­verk­um nefnd með nafni.

Tsvangirai og nokkr­ir sam­starfs­menn hans voru hand­tekn­ir tíma­bundið í síðustu viku. Þá var bann lagt við fjölda­fund­um stjórn­mála­flokks hans MDC en hæstirétt­ur lands­ins úr­sk­urðaði bannið síðan ólög­mætt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert