Glæpum fækkar í Bandaríkjunum

Merki bandarísku Alríkislögreglunnar FBI.
Merki bandarísku Alríkislögreglunnar FBI. mbl.is

Ofbeldisglæpum og auðgunarbrotum fækkaði í Bandaríkjunum á árinu 2007, samkvæmt tölum úr könnun sem Alríkislögreglan (FBI) gefur út.  Að meðaltali fækkaði ofbeldisglæpum um 1,4% í fyrra á miðað við árið 2006. 

Í undirflokkum fækkaði nauðgunum um 4,3%, morðum um 2,7% og árásum og ránum um 1,2%.  Miðað er við tölur frá 12.000 lögregluumboðum, sem sýna fram á að talsverður munur var á fækkun glæpa í stórborgum og í dreifbýli.  Athygli vekur að í stórborgum, með meira en milljón íbúa, minnkuðu ofbeldisglæpir en þeim fjölgaði í dreifbýli, í borgum þar sem eru 50.000 til 99.999 íbúar.

Samkvæmt könnun FBI fækkaði auðgunarbrotum um 1,2% en auðgunarbrot eru annar algengasti flokkur glæpa í Bandaríkjunum, á eftir ofbeldisglæpum. 

Á sama tíma hafa aldrei verið jafnmargir í fangelsum í Bandaríkjunum.  Á föstudag gaf varnarmálaráðuneytið út skýrslu þar sem fram kom að föngum fjölgaði um 2,1% á árinu 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert