Tuttugu og sex ára gömul bandarísk kona hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða ófríska vinkonu sína, ófætt barn hennar og þrjú börn. Tiffany Hall, lýsti sig seka til þess að komast hjá dauðadómi, og var dæmd í lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun.
Hall barði vinkonu sína Jimella Tunstall, 23 ára, í hausinn með borðlöpp, og skar fóstur úr kvið Tunstall og lét blæða út í baðkari á heimili hennar. Hall hringdi svo nokkru síðar í lögregluna í Illinois ríki og sagðist hafa fætt andvana barn, og neitaði að láta lækni skoða sig. Þrem dögum síðar heimsótti Hall faðir barna Tunstall og sagði honum að vinkona hennar hafði beðið hana um að sækja börnin. Að sögn saksóknara drekkti Hall svo börnunum þremur í sama baðkari og móðir þeirra var myrt.
Lögregla segir að komist hafi upp um Hall þegar hún sagði kærasta sínum frá því morðunum og fór hann með upplýsingarnar til lögreglu. Hall hafði geymt lík barnanna í þvottavél og þurrkara á heimili þeirra í St.Louis, Í Illinois ríki.