Óveður í Bandaríkjunum

Mikið óveður var á austurhluta Bandaríkjanna um helgina og hafa flóð raskað lífi íbúa í Indíana og Wisconsin.  Þrjú hús skoluðust burt með flóðum í Wisconsin og óttast var að stíflur myndu bresta.  Hafa mörg hundruð manns þurft að yfirgefa heimili sín.  Í Indíana ríki hefur neyðarástandi verið lýst yfir í tuttugu og níu sýslum, eftir flóð af völdum mikilla rigninga í viku sem leið.  

Á austurströnd Bandaríkjanna, skall á hitabylgja, og var helgin óbærileg að sögn margara íbúa New York borgar vegna hita.  Um helgina var haldin árleg skrúðganga á degi Puerto Rico ríkis í New York, og kvörtuðu þátttakendur í göngunni yfir ástandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert