Sprengjuregn í Sómalíu

00:00
00:00

Ellu manns féllu í val­inn í Moga­dis­hu, höfuðborg Sómal­íu,  í hörðum átök­um sem þar urðu í gær á milli eþíópískra og sómalskra stjórn­ar­her­manna ann­ars veg­ar og íslamskra upp­reisn­ar­manna hins­veg­ar.

Her­menn­irn­ir gerðu árás­ir í suður­hluta borg­ar­inn­ar og létu stríðandi fylk­ing­ar sprengj­um rigna á hvor aðra.

En marg­ir óbreytt­ir borg­ar­ar féllu, m.a. þegar sprengjukúla lenti á markaðstorgi, að því er haft var eft­ir kaup­manni þar.

Upp­reisn­ar­menn úr röðum íslam­ista hafa staðið að fjölda árása und­an­farið í Sómal­íu og beint spjót­um að her­sveit­um skipuðum sómölsk­um og eþíópísk­um her­mönn­um, auk friðargæsluliða frá Afr­ík­u­sam­band­inu.

Sam­tök sem kalla sig Dóm­stóla íslams tóku völd­in í Moga­dis­hu og á stór­um svæðum í Sómal­íu fyr­ir tveim­ur árum og komu á ströng­um sharia-lög­um, sem fólu m.a. í sér bann við tónlist og kvik­mynd­um.

Sómalsk­ir stjórn­ar­her­menn, með fulltingi eþíópískra, hröktu íslam­ist­ana frá í fyrra, en síðan hef­ur gengið á með skæru­hernaði.

Blóðug átök hafa staðið í Sómal­íu frá 1991, og landið verið stjórn­laust síðan. Íbúar í Sómal­íu eru um tíu millj­ón­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka