Þúsundir bílstjóra í verkfalli

Tékkneskir vörubílstjórar sleikja sólskinið þar sem þeir sitja fastir í …
Tékkneskir vörubílstjórar sleikja sólskinið þar sem þeir sitja fastir í bílaröð á Spáni. Reuters

Tugir þúsunda flutningabílstjóra á Spáni, í Frakklandi og Portúgal taka nú þátt í aðgerðum til að mótmæla hækkun á eldsneytisverð. Hafa þeir lokað vegum í nágrenni við helstu borgir á Spáni og einnig eru landamæri Spánar og Frakklands nánast lokuð.

Verkalýðsfélagið Fenadismer, sem segist vera fulltrúi 70 þúsund flutningabílstjóra á Spáni, lýsti yfir verkfalli í morgun og sagði að um væri að ræða friðsamlegar en umfangsmiklar aðgerðir.

Miklar umferðartafir hafa orðið á helstu hraðbraut Spánar og í nágrenni við borgirnar Madrid og Valencia. 

Franskir vörubílstjórar stóðu fyrir aðgerðum nálægt landamærum Spánar og einnig við Bordeaux. Þá hafa portúgalskir vörubílstjórar hótað að lama landið.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert