Fyrrum ráðherra Bólivíu veitt hæli í Bandaríkjunum

Þúsundir mótmæltu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í La Paz í …
Þúsundir mótmæltu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í La Paz í Bólivíu í gær. Reuters

Fyrrum varnarmálaráðherra Bólivíu var veitt pólitískt hæli í Bandaríkjunum en hann sagðist eiga yfir höfði sér ofsóknir og pyntingar af hálfu ríkisstjórnar Evo Morales, forseta Bólivíu.   Þetta kom fram í skjölum sem voru opinberuð í Washington í dag.

Carlos Sanchez Berzain, var veitt pólitískt hæli í apríl 2007 eftir að hann sendi skriflega umsókn til bandarískra yfirvalda.  Berzain segir Morales hafa verið andvígan baráttu hans gegn eiturlyfjasölu- og dreifingu í Bólivíu.  Bændur í landinu rækta m.a. kókalauf, sem notað er til kókaínframleiðslu. 

Þúsundir  stuðningsmanna Morales mótmæltu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í La Paz, höfuðborg Bólivíu í gær. Kröfðust mótmælendur þess að Sanchez Berzain, og fyrrum forseti landsins, Gonzalo Sanchez de Lozada, yrðu sendir aftur til Bólivíu.

Ríkisstjórn Bólivíu er sögð íhuga að fara fram á framsal Berzains, vegna þátttöku hans í aðgerðum hersins árið 2003, sem leiddu til dauða 60 mótmælenda. Sendiherra Bólivíu í Washington segir málið flækja samskipti á milli þjóðanna enn frekar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert