Netþjónustufyrirtæki munu loka fyrir barnaklámssíður

Reuters

Þrjú stærstu netþjón­ustu­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna hafa samþykkt að loka fyr­ir aðgang að vefsíðum og til­kynn­ingasíðum sem inni­halda barnaklám.  Fyr­ir­tæk­in, Ver­izon, Sprint, og Time Warner Ca­ble, munu einnig ráðstafa meira en einni millj­ón dala til þess að reyna að fjar­lægja barnaklámssíður af netþjón­um sín­um, að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC.   

Áður hafa til­raun­ir til þess að herja á slík­ar síður mætt and­stöðu frá netþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um, sem hingað til hafa haldið því fram að þau geti ekki tal­ist ábyrg fyr­ir því hvað ein­stak­ling­ar senda sín á milli á net­inu.  Þar af leiðandi hafa lög­reglu­yf­ir­völd reynt að ein­beita sér að fram­leiðend­um barnakláms frem­ur en netþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. 

Andrew Cu­omo, sak­sókn­ari í New York ríki, náði aft­ur á móti samn­ingi við fyr­ir­tæk­in eft­ir að starfs­menn hans höfðu unnið átta mánaða rann­sókn­ar­vinnu vegna máls­ins.   Starfs­menn settu sig í gervi neyt­enda, og herjuðu á netþjón­ustu­fyr­ir­tæk­in fyr­ir að leyfa birt­ing­ar á vafa­söm­um mynd­um, þrátt fyr­ir  heit í skil­mál­um not­enda­samn­inga um að berj­ast gegn slíku.

Hótaði sak­sókn­ari fyr­ir­tækj­un­um lög­sókn fyr­ir svik og vafa­sama viðskipta­hætti.  Til þess að forðast lög­sókn samþykktu fyr­ir­tæk­in skil­mála Cu­omos.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert