Vörubílstjóri lést í aðgerðum í Portúgal

Flutningabílar loka hraðbraut við Madrid á Spáni í dag.
Flutningabílar loka hraðbraut við Madrid á Spáni í dag. Reuters

Portúgalskur vörubílstjóri lét lífið, nálægt Alcanena, norður af Lissabon, þegar hann reyndi að stöðva vörubíl við vegartálma, sem flutningabílstjórar höfðu sett upp til að mótmæla háu eldsneytisverði.

Félagi mannsins sagði við portúgölsku fréttastofuna Lusa, að maðurinn hefði gefið flutningabíl merki um að stöðva. Því hafi ökumaður bílsins ekki sinnt og ekið á manninn.

Lögreglumaður á staðnum sagði hins vegar við útvarpsstöðina TSF, að maðurinn hefði stokkið á bílinn, þegar hann stöðvaðist ekki, og haldið sér þar en síðan fallið undir hjólin og látið lífið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert