Biblíuskemmtigarður í bígerð

Biblían
Biblían

Svissneskur söfnuður hefur í hyggju að reisa skemmtigarð í Þýskalandi en garðurinn mun snúast einvörðungu um Biblíuna og boðskap hennar.

Skemmtigarðinum hefur enn ekki verið valin staðsetning en stefnt er að því að opna skemmtigarðinn, sem mun verða á stærð við 70 fótboltavelli, árið 2012.

Á meðal þess sem gestir skemmtigarðsins munu geta gert sér til dundur er að fara í rússíbanareið sem sýnir hvernig tilfinning það hefur líklega verið að lenda í syndaflóðinu, snætt málsverð efst í Babelturninum og gengið um Jerúsalem eins og hún mun hafa litið út á tímum Jesú Krists.

Miðpunktur skemmtigarðsins verður hins vegar risastór örk, um 150 metrar að lengd, sem mun verða nákvæm eftirlíking af örkinni hans Nóa, að minnsta kosti eins og henni er lýst í Biblíunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert