Bandaríkjastjórn heitir 10 milljörðum dala til aðstoðar Afganistan, að sögn Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Rice greindi frá þessu áður en hún flaug til Parísar til þess að vera viðstödd ráðstefnu sem haldin er til styrktar afgönsku þjóðinni. Sextíu lönd og fimmtán alþjóðleg samtök taka þátt í ráðstefnunni.
Að sögn Rice munu 10 milljarðar dala renna til Afganistan á tveggja ára tímabili, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.