Einhleypu starfsfólki stórs, opinbers orkufyrirtækis í Íran hefur verið gert að finna sér maka og ganga í hjónaband fyrir septemberlok, en sæta brottrekstri ella, að því er BBC hefur eftir írönskum blöðum. Mörg þúsund manns vinna hjá fyrirtækinu, en flestir starfsmenn eru ungir karlar.
Fréttamenn í Íran segja að svo virðist sem þessi fyrirskipun sé tilraun til að draga úr þeim fjölda vændiskvenna sem starfi á Persaflóaströndinni, þar sem fyrirtækið er með umfangsmikla starfsemi.
Nú fær enginn vinnu hjá fyrirtækinu nema hann sé í hjónabandi.
Kynlíf utan hjónabands er ólöglegt í Íran, en þrátt fyrir það hefur margt ungt fólk í landinu orðið að skjóta hjónabandi á frest vegna fjárhagserfiðleika.