Bush segist hlíta dómi

George W. Bush og Silvio Berlusconi í Róm í dag.
George W. Bush og Silvio Berlusconi í Róm í dag. Reuters

Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti, sagði í dag að hann myndi hlíta dómi hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna um að fang­ar í Gantánamo fanga­búðunum á Kúbu eigi rétt á að  áfrýja mál­um sín­um til dóms­stóla  í Banda­ríkj­un­um. Bush seg­ist þó vera ósam­mála dómn­um.

„Þetta er ákvörðun hæsta­rétt­ar, við deil­um ekki við hann. Það þýðir þó ekki að ég þurfi að vera dómn­um sam­mála," sagði Bush eft­ir viðræður við Sil­vio Berlusconi, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, í Róm í dag.

Bush sagði einnig, að stjórn hans muni fara yfir ákvörðun rétt­ar­ins með það í huga hvort bregðast þurfi við með laga­frum­varpi. Með niður­stöðu sinni nam rétt­ur­inn úr gildi lög, sem Banda­ríkjaþing samþykkti árið  2006 en sam­kvæmt þeim þarf ekki að leiða menn, sem grunaðir eru um hryðju­verk fyr­ir dóm­ara.

Fimm dóm­ar­ar af níu komust að þeirri niður­stöðu, að fang­ar í Guantánamo hafi rétt til að bera ákv­arðanir um varðhald þeirra und­ir dóm­stóla í Banda­ríkj­un­um. Þetta þykir mikið áfall fyr­ir rík­is­stjórn Bush.  

Fjór­ir dóm­ar­ar voru and­víg­ir niður­stöðunni. „Ég er mjög sam­mála þeim sem mynduðu minni­hlut­ann. Og afstaða þeirra byggðist á því að þeir hafa þung­ar áhyggj­ur af ör­yggi banda­rísku þjóðar­inn­ar," sagði Bush.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert