Launajöfnuður afnuminn á Kúbu

Raúl Kastró.
Raúl Kastró. Reuters

Stjórnvöld á Kúbu hafa ákveðið að afnema algeran launajöfnuð í landinu og leyfa að stjórnendur og almennir starfsmenn fái árangurstengdar aukagreiðslur, að því er aðstoðarráðherra atvinnumála greindi frá.

Algjör launajöfnuður hefur verið lögbundinn á Kúbu síðan kommúnistar tóku þar völdin í byltingu 1959. En ráðherrann sagði að jöfnuðurinn væri ekki lengur heppilegur, að því er BBC greinir frá. Með launamun mætti bæta framleiðslu og þjónustu.

Raúl Kastró, sem tók við forsetaembættinu af Fídel bróður sínum í febrúar, hefur komið á ýmsum breytingum í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert