Obama sagður stjórnast af minnimáttarkennd

Barack Obama, forsetaframbjóðanda bandarískra demókrata
Barack Obama, forsetaframbjóðanda bandarískra demókrata Retuers

Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi hefur gagnrýnt Barack Obama, forsetaframbjóðanda bandarískra demókrata harðlega, fyrir ummæli hans um að Jerúsalem eigi að vera óskipt höfuðborg Ísraelsríkis. Segir Gaddafi ummælin vera til vitnis um að brotna sjálfsmynd Barack og sýna að hann  sé annað hvort einstaklega fáfróður um málefni Miðausturlanda eða tilbúin til að segja hvað sem er til að tryggja sér atkvæði. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Gaddafi kallaði Obama „bróður frá Kenýa” í ræðu sem hann hélt í tilefni af því að 37 ár eru frá því Bandaríkjaher yfirgaf landið. Sagði hann líklegt að Obama þjáist af brotinni sjálfsmynd og minnimáttarkennd vegna afrísks uppruna síns en faðir Obama var frá Kenýa. Sagði Gaddafi að þetta vera líklega orsök þess að Obama komi fram við fólk af afrískum og arabískum uppruna af enn meiri hroka en hvítir menn. 

„Við óttumst að það að Obama er svartur og þjakaður af  minnimáttarkennd, muni hann koma enn verr fram en hvítu mennirnir,” sagði hann. „Það væri mikill harmleikur. Við munum reyna að koma þeim skilaboðum til hans að hann eigi að vera stoltur af afrískum uppruna sínum og skynja að öll Afríka stendur að baki honum. 

Rana Jawad, fréttamaður BBC í Tripoli, segir Gaddafi hafa lagt áherslu á það í ræðu sinni að þrátt fyrir að samskipti ríkjanna séu enn erfið hafi þau batnað að undanförnu. Greinilega hafi þó komið annar tónn í málflutning hans er hann vék að Obama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert