Spenna í írskri ESB-atkvæðagreiðslu

Búist er við að mjög mjótt hafi verið á mununum í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin var á Írlandi í dag um Lissabonsáttmálann svonefnda sem gerir ráð fyrir umtalsverðum breytingum á stjórnskipan Evrópusambandsins. Atkvæði verða talin á morgun.

Írska ríkissjónvarpið RTE áætlaði að kjörsókn hefði verið 40%. Sumir fréttaskýrendur sögðu það auka líkurnar á að sáttmálanum hafi verið hafnað þar sem þeir sem eru fylgjandi honum séu líklegri til að sitja heima en andstæðingarnir.

Brian Cowen, forsætisráðherra, sagðist í kvöld vera viss um að Írar hafi samþykkt samninginn þótt skoðanakannanir hafi bent til þess, að fylkingar séu nánast hnífjafnar. Írakar eru eina aðildarþjóð ESB sem greiðir atkvæði um sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu, í öðrum ríkjum fjalla þjóðþingin um hann.

Lissabonsáttmálinn kemur í stað stjórnarskrár ESB, sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2005.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert