75 ára aldurmunur bannaður

Yfirvöld í Egyptalandi komu nýlega í veg fyrir áform 92 ára gamals karlmanns um að kvænast sautján ára stúlku. Komið var í veg fyrir giftinguna með vísun í lög sem kveða á um að ekki megi vera meira en 25 ára aldursmunur á milli hjóna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Lögin voru sett með það að markmiði að koma í veg fyrir að auðugir aldraðir karlar frá Persaflóasvæðinu sæktu sér ungar brúðir til fátækra héraða í Egyptalandi. Ekki hefur verið greint frá því hvaðan umræddur maður er ættaður en stúlkan mun vera egypsk.

Egypskir embættismaður segir í viðtali við blaðið al-Akhbar að um útlendan mann sé að ræða og að þar sem athygli yfirvalda hafi verið vakin á málinu verði stúlkunni ekki veitt heimild til að yfirgefa landið með umræddum manni. 

Gerðar voru 173 undantekningar frá lögunum á síðasta ári, flestar eftir að eiginmennirnir höfðu fallist á að leggja háar upphæðir inn á reikninga í egypskum bönkum í nafni hinna nýju eiginkvenna sinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert