Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, sagði í dag að ákvörðun David Davis, þingsmanns Íhaldsflokksins, um að segja af sér þingmennsku í mótmælaskyni við lagafrumvarp ríkisstjórnar landsins um að halda megi mönnum í varðhaldi 42 daga án ákæru séu þeir grunaðir um hryðjuverk, sé skrípaleikur.
Davis tilkynnti um ákvörðun sína í gær og hefur hún ekki fengið mikinn stuðning meðal flokksmanna Íhaldsflokksins. Skoðanakannanir benda til þess að almenningur í Bretlandi styðji frumvarp Brown.
Sagði Brown við fréttamenn í dag að allir geri sér grein fyrir því að þetta er orðið að skrípaleik og sé einungis til þess fallið að valda sundrungu meðal Íhaldsflokksins.