Búist við bensínskorti í Bretlandi

Merki Shell
Merki Shell Reuters

Um sex hundruð atvinnubílstjórar í Bretlandi sem keyra með eldsneyti á bensínstöðvar Shell hófu í dag fjögurra daga verkfall og er óttast að eldsneytisbirgðir á stöðvunum geti klárast. Er fólk beðið um að hamstra ekki eldsneyti heldur kaupa einungis það magn sem það þarf á að halda.

Shell rekur um eitt þúsund bensínstöðvar í Bretlandi, eða eina af hverjum tíu bensínstöðvum landsins.

Bílstjórarnir krefjast hærri launa en kjaraviðræður runnu út í sandinn snemma í morgun, rétt áður en verkfallið hófst klukkan sex, að því er fram kemur á fréttavef BBC. 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert