Heimsbyggðin væntir breytinga

Retuers

Víða um heim væntir fólk þess, að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember leiði til breytinga á utanríkisstefnu landsins og geri hana betri, einkum ef Barack Obama nær kjöri. Engu að síður er ímynd Bandaríkjanna á erlendum vettvangi slæm sem fyrr.

Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem birtar voru í gær. Var viðhorf fólks í 18 löndum til Bandaríkjanna kannað af Pew-rannsóknamiðstöðinni bandarísku, sem er óháð stjórnmálaflokkum.

Ennfremur kom í ljós, að það er útbreidd skoðun í löndunum 18 að bandarískt efnahagslíf hafi slæm áhrif á efnahagslíf þessara landa, þ.á m. í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Jafnvel sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum telur að svo sé.

Mikill fjöldi þátttakenda í könnuninni kvaðst fylgjast náið með aðdraganda forsetakosninganna í nóvember, þ.á m. 83% í Japan, sem er álíka hátt hlutfall og í Bandaríkjunum sjálfum.

Viðhorf fólks til Bandaríkjanna var óbreytt eða hafði skánað í löndunum 18, og er þetta í fyrsta sinn í áratug sem þessi árlega könnun Pew leiðir eitthvað jákvætt í ljós gagnvart Bandaríkjunum á alþjóðavettvangi.

Engu að síður er það afskaplega lítið sem ímyndin hefur batnað, og Bandaríkin eru enn sem fyrr óvinsælli á alþjóðavettvangi nú en þau voru áður en innrásin í Írak var gerð.

Og líkt og áður en George W. Bush forseti gríðarlega óvinsæll á alþjóðavettvangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka