Hillur verslana á Spáni að fyllast á ný

Hillur verslana á Spáni voru víða orðnar auðar vegna verkfallsins
Hillur verslana á Spáni voru víða orðnar auðar vegna verkfallsins Reuters

Hillur spænskra verslana eru óðum að fyllast á ný eftir að flutningabílstjórar sneru aftur til vinnu. Samkvæmt upplýsingum frá matvörumarkaðnum Mercamadrid í Madrid vantar þó eitthvað enn upp á að bílstjórarnir hafi skilað sér í vinnu og að sögn Luis Alberto Carrillon, forseta spænsku kaupmannasamtakanna, hafa um 60% birgðasendinga skilað sér í hús verslana. 

Voru það sjálfstætt starfandi flutningabílstjórar sem leiddu verkfallsaðgerðirnar en þeir vilja að stjórnvöld veiti þeim kauptryggingu. Að öðrum kosti séu þeir ekki samkeppnisfærir við stærri flutningafyrirtæki sem eiga auðveldara með að tryggja sig gagnvart eldsneytishækkunum. Verð á díselolíu hefur hækkað um 36% á Spáni á einu ári.

Mikil taugaveiklun greip um sig meðal spænskra neytenda þegar verkfallið skall á fyrr í vikunni og hamstraði fólk bæði mat og eldsneyti.  Jafnframt hafa bílstjórarnir tafið umferð um helstu leiðir og fyrir utan stórmarkaði frá því verkfallið hófs á mánudag.

Á miðvikudag gripu stjórnvöld til þess ráðs að fá óeirðalögreglu til þess að fjarlægja flutningabifreiðar á landamærum Spánar og Frakklands. 

Í dag hafa margir leigubílstjórar í Katalóníu lagt niður störf en annars staðar á Spáni hefur umferð leigubíla verið með eðlilegum hætti eftir að þeir fengu heimild til að hækka gjaldskrá sína.

Óeirðalögregla var kölluð út í fyrradag til þess að koma …
Óeirðalögregla var kölluð út í fyrradag til þess að koma umferð um landamæri Spánar og Frakklands í eðlilegt horf Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert