Írar höfnuðu ESB-sáttmála

Atkvæði talin í Dublin í morgun.
Atkvæði talin í Dublin í morgun. Reuters

Dermot Ahern, dóms­málaráðherra Írlands, seg­ir að töl­ur úr þjóðar­at­kvæðagreiðslu í gær sýni, að Írar hafi hafnað Lissa­bon­sátt­mála Evr­ópu­sam­bands­ins.  

Ahern seg­ist byggja þessa niður­stöðu sína á töl­um frá 43 kjör­dæm­um lands­ins en í þeim flest­um eru nei-at­kvæði mun fleiri en já-at­kvæði.

Þessi niðurstaða er mikið áfall fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið en öll aðild­ar­rík­in 27 verða að samþykkja sátt­mál­ann eigi hann að taka gildi. Írar eru eina þjóðin sem fjall­ar um sátt­mál­ann í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Lissa­bon­sátt­mál­inn á að koma í stað nýrr­ar stjórn­ar­skrár ESB, sem Frakk­ar og Hol­lend­ing­ar felldu í þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 2005. Flest­ir helstu stjórn­mála­flokk­ar Íra, nema Sinn Féin, studdu sátt­mál­ann en al­menn­ing­ur  sagðist ekki skilja hann. And­stæðing­ar sátt­mál­ans sögðu að hann ógnaði ýms­um írsk­um gild­um, svo sem banni við fóst­ur­eyðing­um, lág­um fyr­ir­tækja­skött­um og hlut­leysi í ut­an­rík­is­mál­um.

Þær radd­ir heyrðust af meg­in­landi Evr­ópu, að það væri ein­kenni­legt ef Írar felldu samn­ing­inn þar sem efna­hags­upp­sveifla lands­ins um alda­mót­in hefði að huta stafað af því að þeir fengu aðgang að sjóðum ESB. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert