Mega vera berrössuð á dönskum baðströndum

Héraðsdómur í Skodsborg á Sjálandi hefur komist að þeirri niðurstöðu, að fólk megi vera nakið á öllum baðströndum í Danmörku, hvort sem þær eru í opinberri eigu eða einkaeign.

Landeigandi á Sjálandi vildi banna strandgestum á landareign sinni að vera naktir á ströndinni. Málið fór fyrir dóm, sem komst í dag að þeirri niðurstöðu að opinn aðgangur væri að öllum baðströndum í Danmörku og ekki væri hægt að banna fólki að vera þar nakið.

Samband nektarsinna fagnaði þessum dómi í dag en landeigandinn segist ætla að áfrýja dómnum. Lögmaður landeigandans segir að baðströndin sé lítið svæði þar sem nektarsólböð séu til nokkrum til ánægju en flestum til ama. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka