Herskáir talíbanar réðust inn í fangelsi í Kandahar, í suður Afganistan, og frelsuðu á annað þúsund fanga, þar af um 400 stríðsmenn. Til skotbardaga kom milli fanga og fangavarða og létu einhverjir lífið.
Bíl var ekið að fangelsinu og hann síðan sprengdur upp í sjálfsmorðsárás. Einnig voru eldflaugar notaðar við verkið. Lögreglumenn á vakt létu lífið en óvíst er um fjölda látinna. Í fangelsinu voru bæði glæpamenn og herskáir talíbanar.
Árásin á fangelsið veldur bæði stjórnvöldum og herliði NATO þungum áhyggjum.