Tilraunir til að bjarga sjö ára gömlum dönskum dreng sem náðist um borð í þyrlu eftir að alda bar hann í átt til hafs við norðvestanvert Lolland í dag, reyndust árangurslausar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Drengurinn lenti í vatninu er alda velti litlum gúmmíbát sem hann var í ásamt fósturföður sínum. Maðurinn leitaði fyrst árangurslaust að honum í vatninu en fór síðan í land og kallaði eftir aðstoð. Drengurinn fannst í vatninu skömmu eftir að björgunarþyrla kom á staðinn en tilraunir til að bjarga lífi hans reyndust árangurslausar.
Hann var ekki í björgunarvesti en vatnið var, samkvæmt upplýsingum lögreglu, 17 gráðu heitt.
Skammt er síðan sex ára drengur drukkanaði eftir að alda hreif hann með sér úti fyrir baðströnd í Danmörku. Fjöldi fólks varð vitni að því atviki en ekki tókst þó að bjarga drengnum.