ESB vill vernda hvali

Ráðherraráð Evrópusambandsins hefur samþykkt að sambandið skuli hafa sameiginlega afstöðu til hvalveiða. Stavros Dimas, framkvæmdastjóri umhverfismála, segir þessa ákvörðun ráðsins mikilvæga því nú geti Evrópusambandið nýtt krafta sína til fulls til að vernda hvali. Framkvæmdastjórnin hvetur því aðildarríki ESB til að beita sér gegn hvalveiðum og aðila að Alþjóðahvalveiðiráðinu til að halda fast í ákvörðun um stöðvun hvalveiða.

Ráðherraráðið fordæmir einnig hvalveiðar í atvinnuskyni „dulbúnar sem vísindaveiðar“ líkt og Japanir gera, segir í fréttabréfi ráðsins. Hvalveiðar eru ekki leyfðar innan landhelgi ESB að undanskildum menningarlegum veiðum á Grænlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka