Hryggbrotnaði í rússíbana

Kona á miðjum aldri hryggbrotnaði nýlega í rússíbana í skemmtigarðinum Sommerland Syd í Tinglev í Danmörku. Lögregla hefur yfirfarið rússíbanann og veitt leyfi fyrir að hann verði opinn áfram. Þetta kemur fram á réttavef Jyllands-Posten.

Konan Birgitte Lauridsen fra Aabenraa, var í skemmtigarðinum með sex ára syni sínum, fullorðnum syni og tengdadóttur er slysið varð. „Tvisvar hentist ég í loft upp. Þegar ég leti í fyrra skiptið hafnaði hryggurinn á sætinu og þegar það gerðist í annað sinn heyrði ég brest,” segir hún.

Hún segist hafa reynt að kalla á hjálp en enginn hafi heyrt til hennar fyrr en ferðinni lauk. Þá segist hún telja að festingar hafi ekki verið nægilega strekktar.

Hans Jørgen Rysgaard, rekstrarstjóri Sommerland Syd, segist ekki telja að svo sé.  „Rússíbaninn hefur verið hér í 13 til 14 ár. Hann hefur verið samþykktur á hverju ári bæði af tækieftirlitinu og lögreglu,” segir hann. „Við fengum ekki að hafa hann í gangi hefðum við ekki fengið grænt ljós frá þeim.”
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert