Hryggbrotnaði í rússíbana

Kona á miðjum aldri hryggbrotnaði nýlega í rússíbana í skemmtigarðinum Sommerland Syd í Tinglev í Danmörku. Lögregla hefur yfirfarið rússíbanann og veitt leyfi fyrir að hann verði opinn áfram. Þetta kemur fram á réttavef Jyllands-Posten.

Hún segist hafa reynt að kalla á hjálp en enginn hafi heyrt til hennar fyrr en ferðinni lauk. Þá segist hún telja að festingar hafi ekki verið nægilega strekktar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert