Mega hrekja ísbirni á brott

Ísbjörnin Lloyd er vanur hávaða og mannaferðum þar sem hann …
Ísbjörnin Lloyd er vanur hávaða og mannaferðum þar sem hann býr í dýragarðinum í Bremerhaven í Þýskalandi. mbl.is

Bandaríkjastjórn hefur veitt olíufélögum heimild til að hræða og jafnvel skaða ísbirni en innan við mánuður er frá því Bandaríkjastjórn setti ísbirni á lista yfir dýr í útrýmingarhættu á grundvelli loftslagsbreytinga.

Bandaríkska sjávar- og náttúruverndarstofnunum (Fish and Wildlife Service) birtu fyrr í þessari viku reglugerð fyrir sjö olíufyrirtæki sem hyggja á olíuleit í Chukchi-hafi norðvestur af ströndum Alaska. Segir þar að ekki sé hægt að koma í veg fyrir að takmarkaður fjöldi ísbjarna og rostunga verði fyrir skaða vegna starfsemi fyrirtækjanna á næstu fimm árum.  

Stofnunin staðfestir þó að miklar líkur séu á að framkvæmdir olíufyrirtækjanna muni hafa áhrif á fjölda dýra á svæðinu.  

Náttúruverndarsinnar segja ákvæði reglugerðarinnar jafnast á við það að olíufélögunum séu veittar frjálsar hendur til að hræða og skaða ísbirnina. Segja þeir ísbirni í eðli sínu vera forvítin og viðkvæm dýr sem láti auðveldlega truflast af hávaða og breytingum í umhverfi sínu. Slíkt leiði til þess að þeir hrekist á brott frá heimkynnum sínum og reyni jafnvel ekki að koma húnum sínum á legg.

Talið er að 2.000 af 25.000 ísbjörnum Norðurheimskautasvæðisins lifi í og við Chukchi haf en í febrúar seldi Bandaríkjastjórn fimm olíufélögunum, þeirra á meðal ConocoPhillips Co. og Shell Oil Co. heimild til olíuleitar á svæðinu. Heimildin var seld áður en ísbirnir voru skilgreindir sem dýr í útrýmingarhættu.  

„Olíufyrirtækin vinna samkvæmt sömu reglum og þau hafa unnið eftir síðustu fimmtán ár og það ver ekki það sem hefur  stofnað þessum tegundum í hættu,” segir H. Dale Hall, yfirmaður Fish and Wildlife Service. „Það má rekja til bráðnunar íss og annarra breytinga á vistkerfi sem er skæðasta hættan sem steðjar að tegundunum.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka