Mugabe hótar stríði

Stuðningsmenn Roberts Mugabe á kosningafundi flokks hans ZANU PF í …
Stuðningsmenn Roberts Mugabe á kosningafundi flokks hans ZANU PF í gær. AP

Robert Mugabe, forseti Simbabve, ítrekaði í morgun fyrrum yfirlýsingar sínar um það að stjórnarandstaðan í landinu muni ekki komast þar til valda á meðan hann sé á lífi. „Eigum við að láta svikara taka völdin,” sagði hann og vísaði þar til stjórnarandstöðuflokksins MDC. „Það er ógerlegt.”

„Það mun aldrei verða... ekki á meðan ég og aðrir þeir sem hafa barist fyrir þetta land erum á lífi. Við erum tilbúnir til að berjast fyrir land okkar og heyja stríð. 

Kosið verður á milli Mugabe og Morgan Tsvangirai, forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í landinu þann 27. júní en Tsvangirai hlaut fleiri atkvæði í fyrrum umferð kosninganna.

Stjórnarandstaðan hefur síðan sakað yfirvöld í landinu um ofbeldi og hræðsluáróður og staðhæfir m.a. að hermenn sem börðust í sjálfstæðisstríði landsins gegn Bretum hafi verið kallaðir til liðs við stuðningsmenn Mugabe.

Sjálfur lýsti Mugabe því yfir í gær að hermennirnir hefðu lýst yfir vilja til að grípa til vopna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert