Öflugur jarðskjálfti í Japan

Jarðskjálfti, sem mældist 7 stig á Richter, varð í norðurhluta Japans í kvöld í Iwatehéraði á Honshueyju. Upptök skjálftans voru á 6,2 km dýpi. Ekki hafa borist fréttir af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum. Þá var ekki varað við hugsanlegri flóðbylgju.

Skjálftinn fannst vel í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er í 390 km fjarlægð frá skjálftasvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert