Sádi Arabar sagðir ætla að auka framleiðslu

Ali al-Naimi, ol­íu­málaráðherra Sádi-Ar­ab­íu, er sagður ætla að tjá sig á morg­un um frétt­ir þess efn­is að Sádi Ar­ab­ar hafi ákveðið að auka olíu­fram­leiðslu sína til að reyna að stemma stigu við hækk­un olíu­verðs á heims­markaði og áhrif­um henn­ar á hag­kerfi heims­ins.

The New York Times

Ibra­him al-Muhanna, ráðgjafi ráðherr­ans seg­ir í viðtali við frétta­stof­una The Associa­ted Press að hann geti ekki staðfest að þetta hafi verið ákveðið en að ráðherr­ann muni skýra málið á morg­un.

Sádi-Ar­ab­ar hafa boðað til fund­ar nokk­urra helstu olíu­fram­leiðslu­ríkja heims þann 22. júní. Eru þeir sagðir ótt­ast að lækki olíu­verð ekki á næst­unni muni það ýta und­ir þróun tækni sem nýt­ir aðra orku­gjafa en olíu og draga þannig úr verðmæti ol­íu­auðs þeirra. 

For­svars­menn OPEC ríkj­anna hafa fram til þessa ekki viljað fall­ast á að lækka olíu­verð og segja slíkt ekki koma til umræðu fyrr en á næsta ráðherra­fundi sam­tak­anna sem hald­inn verður í Vín­ar­borg þann 9. sept­em­ber. Segja for­svars­menn sam­tak­anna að ekki sé hægt að rekja olíu­verðshækk­an­ir til mis­ræm­is á milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar og að því sé  til­gangs­laust að auka fram­boð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert