Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir uppbyggingu byggða Ísraela á Vesturbakkanum vera vandamál sem stuðli síður en svo að því að friðarsamkomulag náist á milli Ísraela og Palestínumanna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
„Þetta er vandmál og ég lít á það sem vandamál sem við munum ræða við Ísraela,” sagði Rice. Hún er nú í Ísrael þar sem hún mun hitta Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, í dag. Í gærkvöldi átti hún fund með Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, í Ramallah á Vesturbakkanum. Að þeim fundi loknum sagðist hún ætla að ræða málið við Olmert.
Ísraelar stefna m.a. að því að reisa 1.300 ný heimili í hverfinu Ramat Shlomo, sem er á Vesturbakkanum. Ísraelar skilgreina svæðið hins vegar sem úthvarfi Jerúsalemborgar og segja að um eðlilegan vöxt hverfisins sé að ræða