Bush og Brown funda í dag

George Bush Bandaríkjaforseti mun eiga fund með Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, á Downing stræti 10 í dag, en Bush er í tveggja daga opinberri heimsókn á Bretlandi.   Búist er við að Bush og Brown muni m.a ræða málefni Miðausturlanda, og hækkandi eldsneytis og matarverð.  Einnig er búist við að kjarnorkuáform Írana verði rædd.  Bush mun einnig eiga fund með fyrrum forsætisráðherra Breta, Tony Blair, sem gegnir embætti sendifulltrúa í Miðausturlöndum. 

Hundruð mótmælenda söfnuðust saman í miðborg London í gær og mótmæltu komu Bush.

George W. Bush, og eiginkona hans,Laura Bush ásamt Gordon Brown …
George W. Bush, og eiginkona hans,Laura Bush ásamt Gordon Brown og Söruh, eiginkonu hans, fyrir framan Downingstræti 10 í gær. Reuters
Hundruð mótmælenda söfnuðust saman í miðborg London.
Hundruð mótmælenda söfnuðust saman í miðborg London. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert