Danskir læknar sakaðir um fordóma

Danskir læknar, sem jafnframt eru múslímar, saka nú lækna af dönskum uppruna um að mismuna sjúklingum og tala niður til sjúklinga sem eru múslímar. Segja þeir spennu á milli múslíma og annarra í dönsku þjóðfélagi vera orðna svo mikla að nær ómögulegt sé fyrir lækna að falla ekki í þessa gryfju. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„Á síðustu vikum höfum við orðið vitni að forherðingu, ónærgætnum raddblæ og nálgun lækna sem við höfum ekki séð fyrr,” segir Imran Rashid, læknir á sjúkrahúsinu í Herlev.

 „Þetta hefur áhrif á samband lækna af erlendum uppruna og annarra lækna og vekur efasemdir um að læknar séu færir um að veita öllum  sjúklingum sambærilega þjónustu. Þetta er mjög óþægileg þróun þar sem læknar þurfa að vera algerlega fordómalausir og lausir við menningartengd gildismat til að vera færir um að veita öllum sjúklingum sömu þjónustu. Það er það sem við höfum skuldbundið okkur til að gera með læknaeiðnum."



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert