Leyniskjöl skilin eftir af ásettu ráði?

Geoff Hoon
Geoff Hoon

Bresk leyniskjöl eru ekki lengur mjög leynileg. Mappa með gögnum um alþjóðlega fjármálaglæpi fannst í járnbrautarlest sl. miðvikudag, sama dag og önnur leyniskjöl fundust í annarri lest. Geoff Hoon, agameistari þingflokks Verkamannaflokksins, segir að málið verði vandlega rannsakað. Menn furða sig mjög á þessum atburðum. Sumir fréttaskýrendur velta fyrir sér hvort skjölin séu skilin eftir á glámbekk af ásettu ráði en þá er spurt hvert markmiðið sé.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert