Að minnsta kosti 12 manns létu lífið og 40 særðust í sjálfsvígsárás á Sri Lanka í morgun. Fjölmörg skólabörn voru á meðal hinna særðu. Skotmark árásarinnar var lögreglustöð í bænum Vavuniya í norðurhluta landsins, og voru þeir 12 sem létust lögreglumenn.
Stjórnarher Sri Lanka, segir tamíl tígra vera ábyrga fyrir árásinni.