Yfirvöld í Danmörku vinna nú að því að koma upp vefsíðu með upplýsingum um viðbrögð við hinum ýmsu náttúruhamförum og neyðartilfellum. Einnig stendur til að þar verði settar inn upplýsingar frá yfirvöldum komi upp einhvers konar neyðarástand í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.„Við slíkar aðstæður eykst alltaf eftirspurn eftir upplýsingum mjög mikið. Fólk vill vita hvað er að gerast og yfirvöld vilja koma upplýsingum á framfæri um það hvað almenningur geti gert til að koma í veg fyrir og draga sem mest úr skaða,” segir Henrik G. Petersen talsmaður dönsku almannavarnastofnunarinnar Beredskabsstyrelsen.
„Netið er góður miðill til að fylgjast með þróun mála á ef það gengi til dæmis óveður yfir Danmörku eða drykkjarvatn mengast á stórum svæðum. Það getur hins vegar vel verið að upplýsingarnar liggi hjá fulltrúum margra stofnana þegar mikið liggur við. Þess vegna getur verið gott að hafa einn sameiginlegan byrjunarreit.”
Til stendur að síðunni verði bæði tilkynningar og tenglar inn á aðrar vefsíður.