Hugsanlegt er að alþjóðleg leynisamtök njósnara hafi útvegarð Írönum, Norður-Kóreumönnum og fleirum teikningar af þróuðum kjarnorkuvopnum áður en samtökin voru leyst upp. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Greint er frá því í bandaríska dagblaðinu Washington Post að slíkar teikningar hafi fundist í Sviss á síðasta ári. Þá er haft eftir David Albright, yfirmanni vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, að hugsanlegt sé að teikningarnar hafi verið seldar yfirvöldum í hinum ýmsu ríkjum fyrir löngu.Njósnahringnum var stjórnað af pakistanska vísindamanninum Abdul Qadeer Khan en vitað er að hann seldi einnig hluti til sprengjugerðar.