Seldu teikningar af kjarnorkuvopnum?

Hugsanlegt er að alþjóðleg leynisamtök njósnara hafi útvegarð Írönum, Norður-Kóreumönnum og fleirum teikningar af þróuðum kjarnorkuvopnum áður en samtökin voru leyst upp. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Greint er frá því í bandaríska dagblaðinu Washington Post að slíkar teikningar hafi fundist í Sviss á síðasta ári. Þá er haft eftir David Albright, yfirmanni vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, að hugsanlegt sé að teikningarnar hafi verið seldar yfirvöldum í hinum ýmsu ríkjum fyrir löngu.

Njósnahringnum var stjórnað af pakistanska vísindamanninum Abdul Qadeer Khan en vitað er að hann seldi einnig hluti til sprengjugerðar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert