Andstaða við aðild Noregs að Evrópusambandinu í mánaðarlegri skoðanakönnun Senatio Research mælist 54,6%. Þetta er næstmesta andstaða sem fyrirtækið hefur mælt frá árinu 2000. Um 38% aðspurðra sögðust styðja aðild. Hlutfall óákveðinna var lægra en áður í könnuninni. 7,4% höfðu ekki gert upp hug sinn.