Enn flæðir í Miðvesturríkjunum

00:00
00:00

Flóð í Miðvest­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna halda áfram og eru þau verstu sem hafa skollið á síðastliðin fimmtán ár.  Mesta tjónið er í Iowa, og eru flóðin nú far­in að hafa áhrif á mat­ar­verð þar sem upp­skera hef­ur orðið fyr­ir miklu tjóni í flóðunum.  Verð á korni og soja­baun­um hef­ur hækkað mikið á mörkuðum í dag, að því er fram kem­ur á frétta­vef Reu­ters.

Geor­ge Bush Banda­ríkja­for­seti hef­ur heitið því að veita fórn­ar­lömb­um flóðanna aðstoð og mun hann heim­sækja flóðasvæðin á fimmtu­dag.  Áætlað er að bænd­ur og fyr­ir­tæki muni verða fyr­ir millj­arðatjóni af völd­um flóðanna.  Robert Byrd, öld­unga­deild­arþingmaður í Vest­ur -Virg­in­íu, seg­ir hins veg­ar að lítið hafi verið gert til þess að koma í veg fyr­ir flóð og seg­ir Bush ekk­ert hafa lært af ham­förun­um í New Or­le­ans þegar felli­byl­ur­inn Katr­ina reið yfir árið 2005.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert