Enn flæðir í Miðvesturríkjunum

Flóð í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna halda áfram og eru þau verstu sem hafa skollið á síðastliðin fimmtán ár.  Mesta tjónið er í Iowa, og eru flóðin nú farin að hafa áhrif á matarverð þar sem uppskera hefur orðið fyrir miklu tjóni í flóðunum.  Verð á korni og sojabaunum hefur hækkað mikið á mörkuðum í dag, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.

George Bush Bandaríkjaforseti hefur heitið því að veita fórnarlömbum flóðanna aðstoð og mun hann heimsækja flóðasvæðin á fimmtudag.  Áætlað er að bændur og fyrirtæki muni verða fyrir milljarðatjóni af völdum flóðanna.  Robert Byrd, öldungadeildarþingmaður í Vestur -Virginíu, segir hins vegar að lítið hafi verið gert til þess að koma í veg fyrir flóð og segir Bush ekkert hafa lært af hamförunum í New Orleans þegar fellibylurinn Katrina reið yfir árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert