Obama hefur naumt forskot

Retuers

Barack Obama hefur naumt forskot, eða um fimm prósentustig, á John McCain í baráttunni vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Er þetta lítið eitt minna forskot en Obama hafði á McCain í síðasta mánuði, áður en Hillary Clinton játaði sig sigraða.

Obama nýtur nú stuðnings 47% kjósenda, en McCain 42%. Aftur á móti hefur Obama mikið forskot meðal óflokksbundinna kjósenda og kvenna, en það eru hópar sem geta haft úrslitaáhrif í kosningunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert