Sveltu börn sín til bana

Ástralska lögreglan hefur ákært foreldra átján mánaða gamalla tvíbura fyrir vanrækslu en tvíburarnir fundust nýverið látnir, væntanlega úr vannæringu en þeir voru álíka þungir og nýburar. Talið er að þeir hafi verið látnir í að minnsta kosti viku er þeir fundust.

Hjónin sem um ræðir eiga fjögur börn til viðbótar og eru þau komin í umsjá ömmu sinnar en börnin eru á aldrinum þriggja til 11 ára. Að sögn barnanna sáu þau tvíburana nánast aldrei þar sem þeim var haldið í herbergi sínu nánast allan sólarhringinn. Sjaldgæft var að skipt væri á þeim og þeim gefið að borða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert