Cindy McCain og Michelle Obama koma víða við

Cindy McCain í Víetnam í dag.
Cindy McCain í Víetnam í dag. Reuters

Eiginkonur forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hafa nóg að gera þessa dagana við að sýna það og sanna að þær komi til með að standa sig vel í hlutverki forsetafrúar Bandaríkjanna.

Á meðan Michelle Obama, eiginkona  forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, kom fram í vinsælum spjallþætti í Bandaríkjunum var Cindy McCain stödd í Víetnam þar sem hún hitti fötluð börn en hún hefur verið atkvæðamikil í mannúðarstarfi í Víetnam til margra ára. Eins og frægt er var eiginmaður hennar John McCain fangi í fangabúðum í Víetnam í rúm fimm ár.

Meðal annars heimsótti Cindy bæinn Nha Trang í dag þar sem um 100 börn eru fædd holgóma og með skarð í vör. Hefur börnunum verið boðið upp á lýtaaðgerð sem kostuð er af bandarísku góðgerðarsamtökunum Smile together eða Brosum saman, á sjúkrahúsi sem Bandaríkjaher rekur. Cindy hefur tekið virkan þátt í starfi samtakanna frá árinu 2001 og situr í stjórn þeirra.

Í gær tók Michelle Obama þátt í spjallþættinum The View í New York ásamt leikaranum Matthew Broderick. Cindy McCain var gestur í þættinum í apríl.

Eitt barnanna sem er boðið í lýtaaðgerð
Eitt barnanna sem er boðið í lýtaaðgerð Reuters
Bandarísk góðgerðasamtök bjóða víetnömskum börnum upp á lýtaaðgerð
Bandarísk góðgerðasamtök bjóða víetnömskum börnum upp á lýtaaðgerð Reuters
Michelle Obama
Michelle Obama
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert