Látið barn vaknaði til lífsins

Heilbrigðisyfirvöld á Indlandi hafa fyrirskipað rannsókn á því hvernig það gat gerst að fyrirburi var úrskurðaður látinn við fæðingu en barnið vaknaði til lífsins sólarhring eftir að það var úrskurðað látið. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Dr Suleiman Merchant, forstjóri Sion sjúkrahússins í Mumbai, þar sem barnið fæddist, segir það hafa verið máttlaust við fæðingu og að læknar hafi hvorki fundið hjartslátt né púls. Það hafi því verið úrskurðað látið. Barnið var síðan afhent foreldrum sínum sem tóku efir lífsmarki hjá því er þau fóru með það til greftrunar.

Talið er að rekja megi atvikið til þess að barnið hafi verið undir áhrifum sterkra lyfja, sem móður þess var gefið til að reyn að koma í veg fyrir ótímabæra fæðingu þess, er það fæddist. Barnið, sem er stúlka, er ófullburða og ófært um að anda án aðstoðar. Það er nú á sjúkrahúsi þar sem það nýtur læknismeðferðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert